Eignarfornafn

Eignarfornöfn (skammstafað sem efn.) eru fornöfn[1] og eru helst minn og þinn í íslensku[1] en vor og sinn teljast einnig til eignarfornafna. Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið sinn eiga heima í flokki afturbeygðra fornafna þar eð það vísar aftur til þriðju persónu.[1] Þessi skilgreining er umdeild enda nýleg og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði. Í fornu máli voru eignarfornöfn þremur fleiri: okkar, ykkar og yðar. Þau beygðust öll á sama veg og nokkurn veginn eins og fornöfnin annar og nokkur í nútímamáli. [2]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Hugtakaskýringar - Málfræði“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. ágúst 2010. Sótt 23. júlí 2010.
  2. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1983

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy