Merkingarminni

Í merkingarminni býr almenn þekking okkar á veröldinni óháð því hvort við höfum upplifað hlutina sjálf. Merkingarminni hjálpar bæði mönnum og dýrum að afla sér þekkingar á umhverfinu og nýta hana sér til framdráttar. Tulving skilgreindi merkingarminnið sem minni sem gerir einstaklingnum kleift að smíða líkan af veröldinni innra með sér. Merkingarminnið geymir vísast stóran hluta af þeim fróðleik sem við höfum numið á skólabekknum. Minningum í atburðaminni fylgja upplýsingar um hvar og hvenær þær urðu til en almennu þekkingaratriðin í merkingarminni eru laus við slíka persónulega merkimiða.

  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy