Nykurtala

Nykurtala[1] er hugtak í línulegri algebru sem stækkar rauntöluásinn með því að bæta við stakinu ε sem er þeim eiginleika gætt að ε2 = 0 — það er ε er núllvalda. Sérhver nykurtala z er á forminu z = a + bε þar sem a og b eru ótvírætt ákvarðaðar rauntölur.

Hverja nykurtölu má tákna sem ferningsfylki þar sem nykurhlutinn ε er núllvalda fylki og a + bε er ferningsfylki þar sem a er raunhluti nykurtölunnar og b nykurhluti hennar:

.

Summa og margfeldi nykurtalna eru svo reiknuð með venjulegum fylkjaaðgerðum þar sem báðar aðgerðir eru víxlnar og tengnar.

  1. Orðasafn Íslenska Stærðfræðifélagsins Geymt 7 mars 2011 í Wayback Machine gefur upp dual sem ‚nykur-‘, engar heimildir eru gefnar fyrir hugtakinu ‚nykurtala‘ sem þýðing á enska heitinu dual number. Orðið er sambærilegt öðrum hugtökum innan stærðfræðinnar eins og ‚nykurrúm‘ (dual space) og ‚nykurvirki‘ (dual operator).

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy