Siklingur

Handverkfærið Siklingur

Siklingur eða siklingsstál er nafn á stálplötu sem er handverkfæri notað til sléttunar á viði m.a. til þess að slétta og laga lakkhúð á viðarfleti milli umferða. Siklingurinn skefur niður misfellur, penslaför og bólur ef einhverjar eru í lakkinu. Þegar tré er lakkað geta myndast óæskileg penslaför en einnig myndast stundum smáar loftbólur. Gott er að nota sikling til að slípa yfirborðið á milli umferða. Siklingur er eiginlega fínasta bitverkfærið sem notað er til að skafa lakk á milli umferða. Það skefur niður rykkorn og bólur ef einhverjar eru í lakkinu.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy