Watergate-nefndin

Watergate nefndin var sett á fót í febrúar 1973. Hún var sérstök nefnd skipuð af öldungadeildarþingi Bandaríkjanna til að rannsaka innbrot í Watergate bygginguna og það hneyksli sem kom upp síðar. Þetta var gert eftir að komst upp að innbrotsþjófunum hafði verið sagt að brjótast inn í höfuðstöðvar demókrataflokksins af endurkjörsnefnd Richard Nixon og koma þar fyrir hljóðnemum. Formlegt nafn nefndarinnar var Sérstök rannsóknarnefnd stjórnmálabaráttu innan forsetaframboða.[1] Í stað þess að láta þar við sitja var nefndin, með Sam Ervin í stjórn, beðin um að rannsaka málið enn frekar.

Þessi nefnd gegndi lykilhlutverki við að safna sönnunargögnum sem myndu verða til þess að 40 starfsmenn stjórnsýslunnar yrðu ákærðir og nokkrir af aðstoðarmönnum Nixon yrðu sakfelldir fyrir meðal annars að standa í vegi fyrir réttlæti. Uppljóstranir nefndarinnar urðu til þess að greinar landsdóms voru kynntar fyrir neðdri deild þingsins gegn forsetanum. Þetta leiddi á endanum til afsagnar Nixon. Nixon hefði að öllum líkindum verið kærður fyrir hindrun réttlætis og er það nógu alvarlegt til að hann yrði færður fyrir landsdóm.

  1. „Watergate Leaks Lead to Open Hearings“. Sótt 26. október 2010.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy