12 results found for: “Bangladesh”.

Request time (Page generated in 0.3907 seconds.)

Bangladess

Salim, The Asiatic Society, Calcutta, 1902. „Bangladesh: early history, 1000 B.C.–A.D. 1202“. Bangladesh: A country study. Washington, DC: Library of...

Last Update: 2024-08-09T21:17:12Z Word Count : 1147

View Rich Text Page View Plain Text Page

Vestur-Bengal

Höfuðborg ríkisins er Kolkata sem einnig er ein sú stærsta á Indlandi. Bangladesh Bengal   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta...

Last Update: 2023-10-28T03:21:02Z Word Count : 42

View Rich Text Page View Plain Text Page

Bengal

sameinast og renna út í Bengalflóa. Svæðið skiptist milli Vestur Bengal og Bangladesh (Austur Bengal). Þéttbýli er mikið en þar búa yfir 200 milljónir manna...

Last Update: 2015-01-09T09:55:21Z Word Count : 47

View Rich Text Page View Plain Text Page

Grameen-banki

ráðandi og njóta þeir töluverðra fríðinda á kostnað kvenna . Ríkismál Bangladesh er bengalska og mætti þýða Grameen yfir á íslensku sem „þorp“ en það á...

Last Update: 2020-01-08T00:33:29Z Word Count : 704

View Rich Text Page View Plain Text Page

Bramapútra

í Assam Rúv. skoðað 12. maí, 2016 Milljónir heimilislausar vegna flóða í Indlandi og Bangladesh. Óttast útbreiðslu farsótta Mbl. Skoðað 12. maí, 2016....

Last Update: 2018-12-24T14:45:54Z Word Count : 67

View Rich Text Page View Plain Text Page

Listi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærð

Ministry for the Environment. Uppfært 1. júlí 2009. „Bangladesh Bureau of Statistics“. Bangladesh Bureau of Statistics. Afrit af upprunalegu geymt þann...

Last Update: 2024-01-28T22:27:51Z Word Count : 749

View Rich Text Page View Plain Text Page

Khaleda Zia

desember 2018. „Au Bangladesh, la chef de l'opposition condamnée à cinq ans de prison“ (franska). Le Monde. Sótt 9. febrúar 2020. „Bangladesh: L'ex-Première...

Last Update: 2024-08-08T14:49:31Z Word Count : 632

View Rich Text Page View Plain Text Page

Lög um ríkisborgararétt á Indlandi 2019

að fá ríkisborgararétt ef þeir hafa flúið vegna ofsóknir frá Pakistan, Bangladesh og Afganistan fyrir desember 2014. Engin ákvæði eru um veita megi múslimum...

Last Update: 2023-10-22T08:54:05Z Word Count : 110

View Rich Text Page View Plain Text Page

Hungursneyðin í Bengal 1943

Bengalhungursneyðin 1943 er hungursneyð í Bengal sem er núverandi Bangladesh og Vestur-Bengal. Talið er að um þrjár milljónir manna hafi látist af hungri...

Last Update: 2023-09-16T17:37:57Z Word Count : 758

View Rich Text Page View Plain Text Page

Hoya acuminata

acuminata er fjölær jurt í vaxblómaættkvísl. Útbreiðslan er í Assam, Bangladesh, austur Himalaja og Myanmar . Benth. ex Hook. f., In: Fl. Brit. Ind. 4:...

Last Update: 2020-03-24T19:56:07Z Word Count : 126

View Rich Text Page View Plain Text Page

Hoya nummularia

fjölær jurt í vaxblómaættkvísl. Útbreiðslan er á Andaman-eyjum, Assam, Bangladesh og Víetnam . Decne., 1844 In: DC Prodr. 8 (1844) 637; Roskov Y., Kunze...

Last Update: 2023-02-13T01:39:29Z Word Count : 143

View Rich Text Page View Plain Text Page

Pétur J. Thorsteinsson (sendiherra)

Brasilíu, Mexíkó, Pakistan, Japan, Írak, Kína, Túnis, Indónesíu, Kóreu, Bangladesh og Kúbu. Einnig starfaði hann fyrir ýmis alþjóðleg samtök eins og NATO...

Last Update: 2024-04-05T23:04:39Z Word Count : 203

View Rich Text Page View Plain Text Page

Main result

Bangladess

Bangladess (bengalska: গণপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ), formlega Alþýðulýðveldið Bangladess, er land í Suður-Asíu með landamæri að Indlandi og Mjanmar og strönd að Bengalflóa við ósa Gangesfljóts. Í norðri skilur mjó landræma, Siliguri-hliðið, milli Bangladess og Nepals og Bútan. Indverska héraðið Sikkim skilur milli Bangladess og Kína. Landið nær yfir austurhluta héraðsins Bengal þaðan sem það dregur nafn sitt. Bangladess er áttunda fjölmennasta ríki heims með yfir 170 milljón íbúa. Bangladess myndar austurhluta (þann stærri) Bengalsvæðisins. Samkvæmt fornu indversku helgiritunum Ramayana og Mahabharata, var Vanga, eitt af samnefndum ríkjum á Bengalsvæðinu, öflugur bandamaður hinnar goðsögulegu borgar Ayodhya. Í fornöld og klassíska tímabilinu í sögu indverska meginlandsins voru þar mörg furstadæmi, þar á meðal Pundra, Gangaridai, Gauda, Samatata og Harikela. Það var einnig Mauryan-hérað sem var hluti af ríki Ashoka. Furstadæmin áttu mikil viðskipti við erlend ríki, höfðu tengsl við við hinn rómverska heim, fluttu út fíngerð klæðaefni úr mússulíni og silki til Miðausturlanda og þaðan bárust stefnur í heimspeki og listum til Suðaustur-Asíu. Pala-veldið, Chandra-veldið og Sena-keisaradæmið voru síðustu miðríkin í Bengal fyrir komu íslam. Íslam breiddist fyrst út innan Pala-veldisins sem átti í viðskiptum við Abbasída, en í kjölfar hernáms Bakhtiyar Khalji og í kjölfar stofnun soldánsdæmisins í Delí og predikana Shah Jalal í Austur-Bengal, breiddist trúin um allt svæðið. Árið 1576 lagði Mógúlveldið undir sig hið auðuga soldánsdæmi í Bengal. Eftir lát Aurangzebs snemma á 18. öld varð héraðið Bengal að hálfsjálfstæðu ríki undir stjórn nawaba Bengal. Breska Austur-Indíafélagið lagði héraðið undir sig eftir sigur í orrustunni við Plassey 1757. Við skiptingu Indlands 1947 varð Bangladess hluti af Pakistan sem Austur-Pakistan. Eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu fékk landið sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Í kjölfarið fylgdu erfið ár með hungursneyðum, fátækt, stjórnmálaóróa og fjölda herforingjabyltinga. Árið 1991 var lýðræði endurreist og síðan þá hefur leiðin legið hægt upp á við, þótt landið glími enn við vandamál eins og spillingu, útbreidda fátækt, pólitískan óstöðugleika og náttúruhamfarir. Bangladess er kallað fljótalandið og það stendur á frjósömum árósum þar sem Gangesfljót, Brahmaputra og Meghna renna saman. Flóð valda vandræðum árlega á monsúntímabilinu og vegna fátæktar er stór hluti íbúa berskjaldaður fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum. Bangladess er eitt af þeim löndum sem talin eru í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga. Við ströndina eru fenjaskógar eins og Sundarbanskógurinn í suðvesturhlutanum sem er stærsti leiruviðarskógur heims og er á heimsminjaskrá UNESCO. Raunvöxtur landsframleiðslu í Bangladess hefur verið með því mesta í heiminum síðustu ár. Landið hefur náð miklum árangri í baráttu við barnadauða og offjölgun, hefur aukið valdeflingu kvenna og dregið úr hættu vegna náttúruhamfara. Landið var með þeim fyrstu sem náði öllum þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Vegna þessa uppfærði Heimsbankinn stöðu landsins í miðtekjuland.


From Wikipedia, the free encyclopedia.

Developed by Tubidy