Barkskip

Eftirlíking af barkskipinu Endeavor sem James Cook notaði við könnun Kyrrahafsins.

Barkskip eða barkur er stórt seglskip, yfirleitt með þrjú möstur: messansiglu (afturmastur), stórsiglu og framsiglu, auk þess að vera með bugspjót og fokkur. Tvær fremri siglurnar eru með rásegl en messansiglan er með gaffalsegl (messansegl).


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy