Eldey

Eldey er líka íslenskt kvenmannsnafn.

63°44′28″N 22°57′28″V / 63.74111°N 22.95778°V / 63.74111; -22.95778

Eldey

Eldey

Eldey í nærmynd.

Eldey er klettadrangur um 15 km suðvestan við Reykjanes sem er 77 metra hár. Eldey er þverhnípt og illkleif á alla vegu og er úr lagskiptu móbergi. Á Eldey er mikill súlubyggð, og árið 1844 var síðasti geirfuglinn drepinn þar vegna áhuga safnara á að eignast uppstoppað eintak. Eldey var friðuð árið 1940 og síðan lýst friðland árið 1974 samkvæmt náttúruverndarlögum.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy