Japanska

Japanska
日本語 [nihongo]
Málsvæði Japan
Heimshluti Austur-Asíu
Fjöldi málhafa 127 milljón
Sæti 8
Ætt Japanskt
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Japan
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ja
ISO 639-2 jpn
SIL JPN
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Japanska (日本語, nihongo) er aðal tungumálið í Japan og um 130 milljón manns sem tala það, flestir í Japan. Það er áttunda mest talaðasta tungumál heims. Japanska er Japanskt mál, sem inniheldur Ryukyu-mál.

Japan er eina landið þar sem japanska er hið opinbera tungumál (eyjan Angaur hefur þrjú opinber tungumál og er japanska eitt af þeim). Japanska er þó töluð í mörgum öðrum löndum sökum landsflutninga og ber helst á henni í Bandaríkjunum, aðallega í Kaliforníu og Hawaii, Brasilíu og Filippseyjum. Japönsk menning hefur þróast stöðugt í margar aldir og ólíkt mörgum öðrum þjóðarmenningum hefur hún ekki orðið fyrir barðinu á innrásum þjóða og menningu þeirra fyrr enn nú á seinni árum. Japanska hefur í gegnum tíðina fengið mikið af tökuorðum úr kínversku, portúgölsku, hollensku, þýsku, frönsku og nýlega ensku. Um 60% orðaforða japönskunnar er tökuorð frá kínversku.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy