Leipzig

Leipzig
Skjaldarmerki Leipzig
Staðsetning Leipzig
LandÞýskaland
SambandsríkiSaxland
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriBurkhard Jung
Flatarmál
 • Samtals297,37 km2
Hæð yfir sjávarmáli
113 m
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals601.866
 • Þéttleiki2.000/km2
TímabeltiUTC +1 / UTC +2 (sumar)
Vefsíðaleipzig.de

Leipzig er stærsta borgin í þýska sambandslandinu Saxlandi með um 600 þúsund íbúa (2019). Borgin reis sem miðstöð verslunar þar sem árnar Pleiße, Weiße Elster og Parthe mætast. Háskólinn í Leipzig var stofnaður árið 1409 og fyrsta langlínujárnbrautin í Þýskalandi var lögð milli Leipzig og Dresden árið 1839. Leipzig var á árum áður höfuðborg prentlistarinnar. Í borginni bjó og starfaði tónskáldið Johann Sebastian Bach mestan hluta ævi sinnar.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy