McDonald's

McDonald's Plaza, þar sem aðalstöðvar fyrirtækisins eru.

McDonald's Corporation (NYSEMCD) er bandarískur skyndibitastaður. Hann er stærsta hamborgarakeðja í heimi og þjónar um það bil 47 milljónum viðskiptavina á hverjum degi. Það eru um það bil 31.000 McDonald's veitingastaðir um allan heim. Margir veitingastaðir fyritækisins eru reknir undir sérleyfi. Einkum selur McDonald's hamborgara, ostborgara, kjúkling, franskar kartöflur, morgunmat, gos, mjólkurhristing og eftirrétti.

Elsti McDonald's staðurinn sem að er ennþá starfandi í Kaliforníu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1940 af Dick og Mac McDonald þegar þeir opnuðu fyrsta McDonald's veitingastaðinn í San Bernardino, Kaliforníu, Bandaríkjunum. McDonald's var starfrækt á Íslandi frá 1993 til 2009.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy