Orgel

Orgel er hljóðfæri sem hefur eitt eða fleiri lyklaborð og stundum fótstig (pedala) sem er hljómborð sem spilað er á með fótunum. Tónninn er framleiddur með loftstraumi, sem ýmist fer um málm- eða trépípur, eins konar flautur, eða þá að loftstreymið myndar titring í málmfjöðrum, sem gefa tóninn. Misjafnt er hvernig loftstraumurinn er myndaður, ýmist er troðinn belgur, svipaður físibelg, eða þá að rafknúin loftdæla heldur uppi þrýstingi. Þegar nótum lyklaborðsins er þrýst niður, opnast loftrás að viðeigandi pípu og tónn myndast á meðan þrýst er á nótuna.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy