Steinsteypa

Járnabinding lögð í steinsteypu.

Steinsteypa er byggingarefni sem gert er úr sementi, grjóti (oft möl, kalksteini eða graníti), sandi, vatni og öðrum fylliefnum. Steinsteypa harðnar eftir blöndun við vatn. Vatn hefur áhrif á sement þannig að það límir saman önnur efni. Þá myndast efni sem svipar til bergs. Steinsteypa er notuð í gangstéttir, húsgrunna, vegi og hraðbrautir, brýr, bílastæði, veggi og undirstöður fyrir grindverk, hlið og stangir.

Steinsteypa er mest notaða byggingarefni í heimi.[1] Frá og með 2006 eru búnir til um 7,5 rúmkílómetrar af steinsteypu árlega, þ.e. meira en einn rúmmetri á hvern jarðarbúa.[2] Í Bandaríkjunum veltir steinsteypumarkaðurinn 35 milljörðum Bandaríkjadala á hverju ári. Samtals eru meira en 89.000 km af steinsteyptri hraðbraut í Bandaríkjunum. Járnbent steinsteypa og forspennt steinsteypa eru helstu steinsteyputegundir í notkun.

  1. The Skeptical Environmentalist: Measuring the Real State of the World, af Bjørn Lomborg, bls. 138.
  2. „Minerals commodity summary - cement - 2007“. United States Geographic Service. Sótt 16. janúar 2008.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy